Fréttir

Fréttatilkynning til íbúa heilbrigðisumdæmis Suðurlands vegna yfirvofandi verkfalls lækna.
 
Félagar í Læknafélagi Íslands (LÍ) og Skurðlæknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun eftirfarandi daga:
 
Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28.október 2014        
      (2 sólarhringar).
Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014
      (2 sólarhringar).
 
Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014
      (2 sólarhringar).
 
Nánar
Bólusetning gegn árlegri inflúensu
 
Árleg bólusetning gegn influensu er hafin.
Bólusett verður þriðjudaga og miðvikudaga kl 11 – 12 . Byrjað verður að bólusetja mánudaginn 20 október kl 11 – 12 og kl 13 og 14 og einnig verður bólusett mánudaginn 27. október á sömu tímum.
 
Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?
• Öllum sem orðnir eru 60 ára
• Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.
• Þunguðum konum
Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða þó komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1182 / 2013.
 
 
 
 
 
Nánar
Allar fréttir

Á döfinni

4. nóv 2014 Barnalæknir
24. - 28. nóv 2014 Augnlæknir
allir viðburðir

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012